EFNA2EO05 - Efnahvörf og orka

Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Orkuhugtakið í efnahvörfum (hvarfavarmi), gaslögmálið, hraði efnahvarfa og hraðalögmálið, orkulínurit og virkjunarorka.
 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnhugmyndum um orku og lögmálinu um varðveislu orkunnar
  • innri orku og hvarfvarma
  • grunnatriðum efnafræði lofttegunda, hraðafræði efnahvarfa og hvarfhraða
  • orkulínuriti, virkjunarorku og hugtökin innvermið og útvermið efnahvarf

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • reikna stöðu- og hreyfiorku út frá mælistærðum, vinna með umbreytingu orku milli orkuforma og nota orku með efnajöfnum
  • nota gaslíkinguna og reikna hlutþrýsting
  • nota hraðalögmálið
  • útskýra áhrif hita, mólstyrks og hvata á hraða efnahvarfa

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum
  • skrifa skýrslur um tilraunir og meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
  • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi í auknum mæli

Nánari upplýsingar á námskrá.is