EÐLI2RB05 - Rafmagns- og bylgjufræði

Undanfari: EÐLI2AF05
 
Áfanginn fjallar um undirstöðuatriði rafsegulfræði sem eru eðlisfræði raf- og segulmagns. Kennslan grundvallast á samvinnu nemenda við skriflegar úrlausnir dæma. Áhersla er lögð á öflugt námssamfélag og áhugavakningu þátttakenda.
 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • rafhleðslu og rafkrafti
  • rafsviði og spennu
  • straumi og rafafli
  • uppbyggingu rafrása
  • viðnámi, þéttum og spólum
  • lögmáli Ohms og reglum Kirchhoffs
  • segulsviði og segulkrafti
  • rafseguspani (lögmáli Faradays) og spennubreytum
  • hegðun ljóss sem rafsegulbylgju og jöfnum Maxwells

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita lögmálum rafmagnsfræðinnar
  • beita jöfnum af ýmsu tagi við lausn verkefna
  • vinna með ólíkar einingar og sjá samhengi milli einstakra eininga
  • vinna með vigra í rafmagnsfræðinni varðandi sviðshugtakið
  • beita teikningum við lausn verkefna til að glöggva sig á aðstæðum
  • vinna með raf- og spennumæla í rafrásum
  • setja niðurstöður tilrauna fram á skýran máta og túlka á gagnrýninn hátt
  • beita einföldum skekkjuútreikningum við niðurstöður tilrauna og leggja mat á áreiðanleika tilraunar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra virkni grunnþátta ýmissa raftækja og rafeindabúnaðar
  • bera kennsl á tengslum eðlisfræði raf- og segulmagns við fjölbreytt náttúrufyrirbrigði
  • gera grein fyrir orkuþörf og orkubúskap helstu raftækja
  • skilja virkni rafsegulspans í rafölum og mótorum

Nánari upplýsingar á námskrá.is