Í áfanganum er sjónum beint að líkamsstarfsemi sem tengist vinnslu og nýtingu næringar og hreyfigetu mannslíkamans. Umfjöllunarefni áfangans eru tengd við uppsprettu fæðu. Fjallað verður um helstu ólífrænu og lífrænu efnin sem lífverur nota til uppbyggingar. Farið verður í ljóstillífun og mikilvægi hennar fyrir lífverur. Vistfræði er fléttuð inn í áfangann og þá sérstaklega fæðuvefir, orkuflæði milli fæðuþrepa, frum- og síðframleiðsla, hringrásir efna og áhrif mannsins á þessa þætti. Því næst er farið í byggingu og starfsemi öndunarfæra, blóðrásarkerfis, stoðkerfis og meltingarfæra í mannslíkamanum. Nemendur gera athuganir á áhrifum næringar á líkamsstarfsemina, lífeðlisfræðilegar breytingar við áreynslu eru kannaðar og þol er mælt.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugtökum námsefnis
- ólífrænum og lífrænum efnum líkamans
- ljóstillífun og frumuöndun
- hringrásum efna í vistkerfum
- orkuflæði í vistkerfum
- byggingu og starfsemi öndunarfæra, blóðrásarkerfis, stoðkerfis og meltingarkerfis
- áhrifum mismunandi fæðuflokka á blóðsykur
- áhrifum áreynslu á blóðrásar- og öndunarkerfi
- áhrif lífstíls á heilbrigði líkama og vistkerfis
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita hugtökum námsefnis
- tjá sig um námsefnið bæði munnlega og skriflega
- vinna sjálfstætt við framkvæmd verklegra æfinga og geta útskýrt niðurstöður
- setja fram og túlka gröf og myndir og draga ályktanir af niðurstöðum
- nýta sér jöfnur við úrlausnir verkefna
- lesa í samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
- meta áhrif næringar og hreyfingar á heilbrigði
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra og draga ályktun út frá niðurstöðum verklegra æfinga
- miðla niðurstöðum á gagnrýninn og skapandi hátt í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða með töflum
- geta tengt saman efnisþætti við úrlausn viðfangsefna
- meta áhrif lífshátta á heilbrigða starfsemi líkamans og á umhverfið
- afla frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt og meta gildi þeirra
- taka upplýsta afstöðu í umræðu um efni sem tekið er fyrir í áfanganum
- takast á við frekara nám í náttúrufræðum