Matsdagar

Í Menntaskólanum við Sund er ekki sérstakur prófatími. Þess í stað hefur námsmatið verið fært inn á kennslutímann í símati. Einnig eru 9 matsdagar á hverri önn, samtals 27 á skólaárinu. Matsdagar eru skóladagar ætlaðir nemendum og kennurum til að vinna sjálfstætt að námsmati. Ekki er skráð viðvera á matsdögum en skólinn er opinn og kennurum heimilt að boða nemendur í skólann í tengslum við námsmat, þó er ekki heimilt að boða heilu áfangahópana í formleg verkefni þ.m.t. próf. Mikilvægt er að nemendur noti matsdagana vel til að undirbúa sig námslega og hnýta lausa enda t.d. mæta í sjúkrapróf.

Dæmi um skipulag á námsmatsdegi.

 

Síðar uppfært: 22.08.2023