Læsi, ritun og framsögn verða meginatriði þessa byrjunaráfanga. Lögð er áhersla á lestur fjölbreyttra texta, byggingu hvers kyns ritsmíða og frágang þeirra og munnlega tjáningu. Nemendur kynnast sögu tungumálsins, lesa valdar nútímaskáldsögur og fá þjálfun í notkun bókmenntahugtaka. Lögð er áhersla á að nemendur nái góðri færni í lesskilningi og stafsetningu. Einnig fá nemendur þjálfun í margvíslegri textagerð, meðferð og skráningu heimilda, gerð heimildaritgerðar og skapandi skrifum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi lestrar og helstu aðferðum til að auka leshraða og -skilning
- gildi góðrar framsetningar í ræðu og riti
- völdum nútímaskáldsögum og grunnhugtökum í bókmenntafræði
- samhengi tungumáls og menningar
- meðferð og skráningu heimilda
- bókmenntatextum sem tengjast ýmsum sviðum mannlífsins og málefnum líðandi stundar
- helstu hugtökum í ritgerðasmíð
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa sér til gagns og gamans, með auknum leshraða og -skilningi
- skrifa margvíslega texta, svo sem fréttir, viðtöl, útdrætti og örsögur
- skrifa heimildaritgerð
- temja sér vönduð vinnubrögð við ritsmíðar og leggja rækt við ritunarferlið
- ræða um þróun íslenskrar tungu og gildi tungumálsins fyrir íslenskt samfélag
- nota viðeigandi hjálpargögn við ritsmíðar
- temja sér aðferðir við að rýna í margvíslega texta
- skrá heimildir og vísa í þær samkvæmt reglum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um skáldverk
- fjalla um og túlka nútímaskáldsögur og tengja við eigin reynsluheim
- auka og bæta við orðaforða sinn og málskilning
- skrifa vandaðan texta á lýtalausu og blæbrigðaríku máli
- tjá sig um þróun tungumálsins og gildi þess fyrir samfélagið
- tjá sig í ræðu og riti um ýmsa bókmenntatexta
- vinna að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við námsefnið
Nánari upplýsingar á námskrá.is