SAGA2FE05 - Fornöld og endurreisn

Í þessum áfanga er lögð áhersla á þann menningararf sem fyrstu menningarríki heimsins, svo sem Forn-Grikkir og Rómverjar, lögðu til grundvallar vestrænnar menningar. Í áfanganum kynnast nemendur, greina og meta gildi menningarminja hins forngríska og rómverska menningararfs einkum á endurreisnartímabilinu. Markmiðið er að nemendur verði menningarlega læsir á samtíma okkar, þekkja til þróunar lýðræðis, lista og geta skilið og notið hugmynda og bókmenntalegra tilvísana til hins forna menningararfs.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu áfanga í sögu tímabilanna
  • listir tímabilanna
  • hugmyndafræði og stjórnmálum tímabilanna

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja atburði og samfélagslega þróun tímabilanna í samhengi
  • skilgreina listaverk eftir tímabilum og stefnum
  • greina hvernig atburðir og samfélagsgerð hefur áhrif á þróun menningar
  • greina hvernig hugmyndir verða til og þróast áfram

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á menningarverðmæti
  • beita hugmyndum úr orðræðu tímabilanna
  • njóta menningarverðmæta tímabilanna
  • vera læs á menningararfinn

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: SAGA2MÍ05