Áfanginn er dýpkunaráfangi í leirmótun og þrívíðum verkum úr ýmiss konar efniviði. Unnið er áfram með nytjahluti og leirskúlptúra. Áhersla lögð á faglegan lokafrágang, s.s. undirstöður, handföng og lok þar sem það á við. Gerðar tilraunir með blöndun glerungs auk þess að gera tilraunir með ýmislegt annað, s.s. að nota gler, sand o.fl. við lokaútfærslu. Búa til gipsmót til að nýta við leirmunagerðina. Skissu-vinna á Listasafni. Kynning á útilistaverki.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- eiginleikum mismunandi leirtegunda og hvaða leirtegund hentar hverju sinni
- brennslumarki leirs og glers
- hvaða mótunaraðferð hentar hverju sinni eftir útfærslu verkefnis
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nýta hugmyndaflug og sköpunarkraft til að vinna verk úr mismunandi efnum og jafnvel endurnýttum efniviði
- vinna með mismunandi mótunaraðferðum
- búa til einfalt gipsmót og nýta það til að fjölfalda eigin hönnun
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér viðeigandi leirtegundir til að útfæra hugmyndir í fullgerð verk
- meðhöndla leir og ganga frá nytjahlutum
- velja rétta mótunaraðferð hverju sinni
- tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð
Nánari upplýsingar á námskrá.is