RATO2TT05(ms) - Raftónlist, framhald

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnáfanga í raftónlist eða hafa góðan grunn. Unnið er með raftónsmíðar í tölvu ásamt því að farið verður út í hljóðhönnun og upptökur. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð í námskeiðinu og því verða nemendur að hafa grunnþekkingu sem nýtist.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hvernig er hægt að stjórna ytri hljóðfærum með midi
  • hvernig er hægt að hanna hljóð með notkun sýndarhljóðfæra og hljóðsarpa
  • hvernig er hægt að búa til eigin stillingar fyrir effecta og sýndarhljóðfæri
  • utanaðkomandi plugins og notkun þeirra
  • utanaðkomandi hljóðfærum og notkun þeirra
  • mismunandi tegundum af tónlist og hvernig á að búa þær til
  • hvernig hægt er að koma tónlist sinni á framfæri
  • hljóðupptökum
  • helstu midi stjórntækjum og notkun þeirra
  • helstu analog hljóðgervlum
  • grunnatriðum lifandi spilamennsku

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tengja utanaðkomandi hljóðfæri saman og við tölvu
  • hanna hljóð bæði með sýndarhljóðgervlum, hljóðgervlum og hljóðsörpum
  • búa til eigin stillingar fyrir ýmiss konar sýndarrafhljóðfæri og effecta
  • setja upp utanaðkomandi plugins og að móta hljóð með þeim
  • setja upp utanaðkomandi sýndarhljóðfæri og að búa til hljóð með þeim
  • þekkja mismunandi tegundir og stíla af tónlist ásamt því að innleiða í eigin tónlist
  • geta komið tónlist sinni á framfæri á hinum ýmsu miðlum
  • taka upp ýmis hljóð með hljóðnemum bæði innan hljóðvers og utan
  • setja upp helstu midi stjórntæki og að nota þau við gerð tónlistar
  • stýra hliðrænum hljóðgervlum
  • spila tónlist sína á lifandi vettvangi
  • mixa og mastera eigin lög sem annarra

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinagóðan hátt
  • búa til fullunnið lag í hinum ýmsu stílum sem krefst tæknilegrar þekkingar í bland við frumlega hugsun
  • ræða um og rökstyðja þær hugmyndir sem hann túlkar í verkum sínum og annarra

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: RATO1TT05