MYND3MD05 - Lokaverkefni, sýning

Í áfanganum vinna nemendur áfram við að þróa færni í teikningu og þeim miðlum sem þeir velja að ná meiri færni. Nemendur vinna að lokaverkefni þar sem þeir nýta þekkingu sína frá fyrri áföngum og stefna að því að kynna og sýna lokaútkomuna. Hugsa verkefnið alla leið, frá hugmynd, skissuvinnu og undirbúningsvinnu að lokaniðurstöðu. Leggja metnað í að takast á við flóknari viðfangsefni og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Útbúa kynningu um hugmyndina á bak við verkið og tilurð. Gerð ferilmöppu vegna áframhaldandi listnáms ef þess er óskað. Lögð er áhersla á tengingu við listalífið, heimsóknir á listasöfn (m.a. til að skissa). Nemandinn er virkur í listalífinu, sækir opið hús í Listaháskólanum, sýningar o.þ.h.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu aðferðum og hugtökum í myndlist
  • gildi stöðugrar ástundunar í greininni
  • helstu stefnum í myndlist
  • tengslum myndlistar við samfélagið og við önnur listform

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skipuleggja vinnuferli og koma hugmyndum og verkum á framfæri
  • nýta sér þá kunnáttu sem þeir hafa tileinkað sér í fyrri áföngum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fylgja hugmyndum sínum eftir í verki og útskýra af hverju þeir notuðu þessa nálgun og efnivið
  • nýta eigin þekkingu og reynslu við útfærslu verkefna
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð og hugrekki til að prófa nýjar leiðir í sinni listsköpun
  • fylgjast með og njóta listviðburða

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: MYND2MD05