STÆR2HV05(ms) - Hnitakerfi og vektorar

Undanfari: STÆR2HA05

Meginahersla áfangans eru hornföll og hornafallareglur sem tengjast þríhyrningum og einingahring. Þá eru einnig kynnt gröf hornafalla og hvernig þau tengjast hornareglum. Vigrar í tvívíðri sléttu með áherslu á hagnýtingu í öðrum greinum og farið yfir helstu reiknireglur vigra.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Hornaföll og andhverf hornaföll
  • Þríhyrningareglurnar
  • Hornareglur, hornajöfnur
  • Gröf hornafalla
  • Vigrar í tvívíðu hnitakerfi -
  • Reiknireglur vigra

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja fram viðkomandi námsefni á stærðfræðilegan hátt, geta túlkað það sem felst í táknmálinu á mæltu máli
  • nota rúmfræði og hnitafræði í tvíviðu hnitakerfi
  • notað hornfölin og hornareglur túlkað niðurstöðu
  • notað þríhyrningareglur og túlka þær
  • túlka eiginleika vigra á viðfangsefnum sem leiða til línulegs sambands
  • nota reiknivélar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hafa unnið að fjölbreyttum stærðfræðilegum verkefnum, nánar tiltekið
    - geta sannað setningar í rúmfræði út frá þekktum niðurstöðum
    - geta rakið sannanir á helstu reglum úr námsefninu
  • geta sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
  • geta skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði i töluðu eða rituðu máli og myndrænt