27.03.2025
Kennsla fellur niður eftir hádegi föstudaginn 28. mars vegna starfsþróunardags starfsfólks. Að þessu sinni mun starfsfólk MS og MH hittast og deila reynslu af því sem vel hefur gengið í námi og kennslu og ræða sameiginlegar áskoranir.
25.03.2025
Lokasýning á uppsetningu Thalíu á Aladín er í kvöld kl. 20 í Gamla bíó. Miðasala er á stubb.is. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara!
24.03.2025
Dagskrá matsdaga 25.-26. mars má sjá á meðfylgjandi mynd. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í sambandi við sína kennara og mæta á réttan stað á réttum tíma.
18.03.2025
Leikfélagið Thalía frumsýnir Aladín í miðvikudaginn 19. mars í Gamla bíó. Aladín er ævintýrasaga fyrir alla fjölskylduna, en sagan á uppruna sinn í Miðausturlöndum og er hluti af sögusafninu Þúsund og ein nótt. Sagan segir frá ungum manni að nafni Aladín sem finnur töfralampa og kallar fram kraftmikinn anda sem getur uppfyllt þrjár óskir hans. Með hjálp andans fer Aladín í ótrúlegt ferðalag, þar sem hann sigrast á illum töframanni og reynir að vinna hjarta fallegu prinsessunnar. Þetta er saga full af spennu, töfrum og rómantík. Missið ekki af þessu stórkostlega leikriti sem mun lifna við á sviðinu með glæsilegum búningum, töfrandi sviðsmyndum og ógleymanlegum karakterum. LESA MEIRA...
14.03.2025
MS tekur þátt í stóru framhaldsskólakynningunni Mín framtíð í Laugardalshöll dagana 13.-15. mars. Á sýningunni geta gestir fræðst um úrval náms á framhaldsskólastigi. Starfsfólk og nemendur MS standa vaktina og kynna skólann, námsframboð og félagslíf í MS básnum. LESA MEIRA...
13.03.2025
MS-ingar höfðu betur gegn Flensborg í Morfís þann 12. mars og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum. Þess má geta að Flensborg eru sigurvegarar síðasta árs í Morfís. MS-ingar áttu einnig ræðumann kvöldsins, Vigdísi Elísabetu. Til hamingju með frábæran árangur!
05.03.2025
Nemendur halda árshátíð fimmtudaginn 6. mars í Gullhömrum. Í tilefni árshátíðar verður skóladagurinn styttur með svokallaðri hraðtöflu þar sem hver stokkur styttist og verður 1 klukkustund. LESA MEIRA...