SAGA3MM05(ms) - Sagan í máli og myndum

Viðfangsefni áfangans eru sögulegar kvikmyndir og heimildamyndir. Liðnir atburðir eru skoðaðir og hvernig þeir birtast í umfjölunn myndanna og hvaða ályktanir er hægt að draga af þeim. Markmiðið er að auka og dýpka söguþekkingu nemenda og efla hæfni þeirra til að greina misjafnt sögulegt heimildargildi kvikmynda og heimildarmynda. Í áfanganum eru tekin fyrir ákveðin þemu, valdar kvikmyndir um hvert þeirra, þær settar í sögulegt samhengi og heimildagildi þeirra metið.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • því sögulegu efni sem tekið verður til umfjöllunar
  • helstu atburðum þess tímabils

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina notagildi kvikmynda og heimildarmynda
  • draga eigin ályktanir af sögulegum kvikmyndum og heimildarmyndum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • miðla eigin sögulegu þekkingu til annarra
  • meta og skilja dæmi um ólíkar gerðir kvikmynda t.d. áróðursmyndir

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: SAGA2MÍ05