Endurtenging við Office 365 hjá Menntaský
Inngangur
Í tengslum við samning íslenska ríkisins og Microsoft þá hefur umsjón Office 365 hjá framhaldsskólum og háskólum verið fært í svokallað Menntaský.
Þetta þýðir að nú þarf að aftengja gamla aðganginn og tengja sig við þann nýja.
Nýja lykilorðið er lykilorðið sem þið notið í tölvurnar í skólanum.
Alltaf er þó hægt að komast í Outlook (tölvupóstinn), OneDrive og Teams á vefnum í gegnum heimasíðu skólans eða á slóðinni https://portal.office.com.
Þeir sem ekki treysta sér í þetta þurfa að sjálfsögðu ekki að gera þetta. Þeir koma bara með tölvuna í skólann og tölvuumsjón sér um þetta með viðkomandi.
Eins er hægt að sinna þessu úr fjarlægð í gegnum Teamviewer.
Smellið hér til að ná í Teamviewer og setja upp í tölvunni ykkar. Alltaf er hægt að nota Teamviewer til að tölvuumsjón geti aðstoðað ykkur með tölvumálin ykkar.
Leiðbeiningar þessar eru fyrir PC vélar.
Aftenging og tenging við Office 365 aðganginn
Fyrst þarf að byrja á því að slökkva á öllum forritum innan Office 365, þ.m.t. Teams.
Varðandi Teams sérstaklega þá sjáið næsta kafla.
Smella á start hnappinn (Windows merkið)
Velja Settings (tannhjólið)
Velja Accounts
Smellt á Access work or school
Hér er valinn litaði aðgangurinn og svo Disconnect.
Alls EKKI má eyða “Connected to NETMS AD domain” ef það er til staðar.
Svo er valið að tengja nýjan aðgang með því að ýta á Connect.
- Notendanafnið er kennitalan með punkti á eftir sjötta staf @msund.is (Dæmi: 123456.7890@msund.is)
- Lykilorðið var sent af Agnari Guðmundssyni þann 26. ágúst 2021 í persónlega netpóstinn.
Með þessu þá eiga forritin sem fylgja með Office pakkanum, t.d. Word, Excel, Powerpoint og Teams að tengjast sjálfkrafa við nýja aðganginn.
Það getur verið að skrá þurfi inn lykilorðið fyrir Outlook og Teams aftur þegar það er ræst í fyrsta sinn.
Teams
Ef gleymst hefur að slökkva á Teams þarf að gera eftirfarandi.
Slökkt er alveg á forritinu.
Til að tryggja að alveg sé slökkt er gott að smella á örina á tækjastikunni sem vísar upp.
Hægri smellt er á Teams merkið sem er þarna og valið Quit.
Þeir sem hafa valið að láta Teams ekki kveikja á sér kveikja fyrst á forritinu áður en þetta er gert.
Forritið er svo ræst aftur og skráð inn með vefpóstinum og lykilorðinu að tölvum skólans.
OneDrive
Athugið að hægt er að hafa tvö OneDrive, persónulegt (personal) og vinnutengt. Það vinnutengda er eitt terabæt (1.000 Gb að stærð). Fyrir breytingu þá heitir vinnudrifið OneDrive – Menntaskólinn við Sund en eftir breytingu OneDrive – Menntaský.
Hægt er að aftengja og tengja OneDrive á tvennan hátt.
Leið 1:
Farið er í skýið sem er á tækjastikunni, sem er blátt þegar það er tengt á því en grátt þegar það er ótengt
Hægri smellt er á það og valið Close OneDrive.
Síðan er farið í File Explorer eða This PC og reynt að opna eitthvað á OneDrive (bláa skýið).
Þá á OneDrive að biðja ykkur um að skrá ykkur inn.
Síðan skráir maður sig inn með skólanetfanginu.
Leið 2:
Smellt er á OneDrive merkið (bláa skýið) á tækjstikunni.
Valið Help and settings.
Valið Settings.
Valið Unlink this PC
Síðan smellir maður aftur OneDrive merkið
Ef það kemur upp Signing out þá bara bíður maður smá stund á meðan það er að klárast.
Svo er valið að skrá sig inn og þá gerir maður það með skólanetfanginu.
Valið Help and settings.
Valið Settings.
Valið Account
Síðan skráir maður sig inn með skólanetfanginu.
Athugið að OneDrive vill gera sig að afritunarstöð fyrir Desktop, Documents og Pictures. Ef maður vill ekki að tölvan geri þá þarf maður að taka hakið úr á þessari síðu og smella svo á Skip.
Síðast uppfært: 17.08.2023