25.10.2023
Hér má sjá dagskrá matsdaga 26.-27. október. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf/verkefni á réttum stað og stund.
25.10.2023
Engir nýir nemendur verða teknir inn í skólann á vetrarönn sem hefst í nóvember 2023.
23.10.2023
Þriðjudaginn 24. október verður kvennaverkfall þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf og knýja þannig á um fullt jafnrétti í íslensku samfélagi. Menntaskólinn við Sund styður að sjálfsögðu mótmælin og hvetur starfsfólk og nemendur af öllum kynjum til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli kl. 14.
Viðbúið er að einhverjir tímar falli niður og nemendur þurfa að fylgjast vel með tilkynningum frá kennurum í INNU. Húsnæði skólans verður opið og gert er ráð fyrir því að karlmenn mæti til starfa og sinni þeim eftir bestu getu. Það má gera ráð fyrir því að mötuneyti verði lokað, ekki svarað í síma og að skólinn verði ekki þrifinn enda konur sem sinna þessum störfum.
Nemendur sem taka þátt í verkfallinu þennan dag fá ekki fjarvist.
06.10.2023
Það gleður okkur að tilkynna að Menntaskólinn við Sund er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Skólinn hlýtur tilnefninguna fyrir starfendarannsóknir, sem hafa verið stundaðar við skólann síðan 2005.
04.10.2023
Fimmtudaginn 5. október fellur öll kennsla niður í skólanum og skólanum verður lokað þann dag, vegna starfsdags starfsfólks skólans. Kennt verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 6. október.
28.09.2023
MS tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu #beactive sem styrkt er af Evrópusambandinu. Fjölbreytt dagskrá er í gangi í vikunni, í dag fór fram armbeygjukeppni í frímínútum og í hádeginu verður fræðsla fyrir nemendur frá Sentia. Í kvöld heldur íþróttaráð svo stinger mót. Á föstudag keppa nemendur og kennarar í plankakeppni í frímínútum og svo mætir Þorgrímur Þráinsson til okkar í hádeginu og heldur fyrirlestur.
25.09.2023
Hér má sjá dagskrá matsdaga 26.-27. september. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í próf / verkefni á réttum tíma.
12.09.2023
Á haustönn er boðið upp á stoðtíma í stærðfræði tvisvar í viku.
08.09.2023
Opnað verður fyrir umsóknir fyrir Jöfnunarstyrk þann 1. september n.k. vegna námsársins 2023-2024.
06.09.2023
Símkerfi skólans liggur niður vegna bilunar. Unnið er að viðgerðum. Minnum á tölvupóstinn msund@msund.is.