ÞÝSK1MÁ05 - Orðaforði og málfræði

Orðaforði er markvisst aukinn og nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum. Færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun er efld með lestri og umfjöllun mismunandi texta og myndefnis. Kynning menningar og staðhátta málsvæðis er aukin með sjálfstæðri verkefnavinnu. Nemendur nýta sér í auknum mæli sjálfstæð vinnubrögð með hjálpargögnum, s.s. rafrænum orðabókum og fleiru. Í lok annar eiga nemendur að hafa náð kunnáttu upp á stig A2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta leikni og hæfniviðmiðum þrepsins
  • grundvallarþáttum málkerfis viðkomandi tungumáls
  • ólíkum textagerðum og mismun á töluðu og rituðu máli
  • mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem viðkomandi tungumál er talað

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja frásagnir og samtöl um ólík málefni sem hann þekkir
  • skilja texta um almennt efni sem fjallað er um í áfanganum
  • taka þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengist daglegu lífi
  • fylgja söguþræði í einföldum bókmenntatextum
  • segja frá á skýran hátt í nútíð og þátíð og halda stutta kynningu á undirbúnu efni á sem réttastan hátt
  • skrifa samfellda texta um fjölbreytt efni sem hann þekkir, geta dregið ályktanir og tjáð eigin skoðanir
  • nýta sér ýmis hjálpargögn í tungumálanáminu

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fylgja þræði og skilja talað mál í þýsku myndefni
  • skilja meginatriði texta sem innihalda algengan orðaforða
  • segja frá eigin þekkingu, skoðunum, tilfinningum og persónulegri reynslu
  • miðla á einfaldan hátt efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á í ræðu og riti
  • skrifa um ýmis málefni og atburði í þátíð og nútíð
  • afla sér ýmissa upplýsinga úr mæltu máli, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í námi og starfi
  • lesa skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína
  • geta bjargað sér á málinu við algengar aðstæður í almennum samskiptum

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: ÞÝSK1GR05