MS tók þátt í Íþróttaviku Evrópu með stuðningi ÍSÍ og Beactive dagana 23.-26. september síðastliðinn. Í vikunni voru fjölbreyttir viðburðir haldnir í skólanum sem tengjast heilsu, íþróttum og hreyfingu. Vikan var skipulögð af íþróttakennurum ásamt nemendafélagi skólans.
Á mánudeginum kom Margrét Lára Viðarsdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta í heimsókn og sagði nemendum frá sínum ferli, áskornum og sigrum. Á þriðjudeginum fór MS hlaupið fram í fyrsta sinn þar sem hlaupinn var Gnoðó hringurinn, 930 metra hringur sem liggur um Gnoðarvog og Suðurlandsbraut. Nemendur þekkja hringinn vel úr íþróttatímum og að þessu sinni gafst bæði nemendum og starfsfólki tækifæri til að spreyta sig. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki en í flokki nemenda voru það Sigurjón Nói Ríkharðsson og Tinna Guðjónsdótir sem áttu bestu tímana og í flokki starfsfólks voru það Hafsteinn Óskarsson og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir. Á miðvikudeginum stóð íþróttaráð skólans fyrir keppni í að halda á lofti bolta og á föstudeginum kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn með fræðsluerindi um heilbrigðan lífsstíl og vellíðan.
MS þakkar ÍSÍ og BeActive sérstaklega fyrir stuðninginn við að gera þessa viku að veruleika. Í MS er mikið íþróttafólk og ljóst að hefðir eins og MS hlaupið er komið til að vera.