UMHV2UM05 - Umhverfisfræði - grunnáfangi

Í þessum áfanga í umhverfisfræði vinna nemendur með hugtök úr umhverfisfræði og nota þekkingu og umræðu til að tengja við sína hegðun, sitt samfélag og þau hnattrænu áhrif sem af því leiða. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við kennslu í þessari grein. Nemendur vinna sjálfstætt og saman í hópum þar sem áhersla er lögð á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu og mótun afstöðu til umhverfistengdra málefna. Rík áhersla er lögð á að hver og einn átti sig á sinni ábyrgð og hvað hægt sé að gera í þessum mikilvæga málaflokki.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu hugtökum umhverfisfræðinnar
  • hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
  • hvernig stofnanir og fyrirtæki vinna að umhverfismálum
  • helstu umhverfisvandamálum, hnattrænum og hérlendum, sem við er að glíma
  • alþjóðlegri samvinnu varðandi umhverfismál
  • stefnumótun Íslands í ýmsum málum sem tengjast umhverfisvernd
  • mikilvægi hringrása og hringrásahugsunar
  • hvað felst í grænum lífsstíll s.s. neyslu og neysluhyggju, umhverfis- og sanngirnismerki, flokkun og endurvinnslu og samgöngum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla sér áreiðanlegra upplýsinga um umhverfismál
  • sjá snertiflöt umhverfisfræðinnar við önnur fög og nýta þekkingu sína í mismunandi fögum
  • skilja mikilvægi samvinnu í umhverfismálum
  • tengja saman siðferðisvitund og vitund um ábyrgð, orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins
  • nýta kunnáttu sína í umhverfisfræði til að meta og breyta eigin lífsstíl

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja umræðu og hugtök tengd umhverfismálum
  • taka ábyrga og rökstudda afstöðu til umhverfismála
  • sýna ábyrgð í eigin umgengni við náttúruna og samfélagið
  • hafa útsjónarsemi til að aðlaga lífstíl sinn að grænum lífsstíl
  • átta sig á eigin getu til að hafa áhrif á sitt samfélag og umhverfi
  • miðla áreiðanlegum upplýsingum um umhverfismál

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: Enginn