Unnið verður með sérhæfðan, enskan orðaforða í tækni og vísindum. Fagefni sem fjallar um tækni og vísindi verður notað. Fagefnið verður blanda af raunverulegum málefnum tengdum tækni og vísindum og vísindaskáldskap. Vísað verður í bókmenntir út frá tækni og vísinda.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismunandi efni fyrirlestra og fræðsluefnis um tækni og vísindi
- tengslum rannsókna í tækniþróun og vísindum
- framsetningu ritaðs og talaðs máls, aðallega formlegs máls
- fagorðabókum og íðorðasöfnum
- heimildaskráningu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja vel ritaða texta í tækni og vísindum
- skilja vel talaða ensku um tækni og vísindi
- taka virkan þátt í gagnrýnum samræðum um málefni tækni og vísinda
- tengja saman menningu við tækni og vísindi
- nota reglur um heimildaskráningu
- nota fagorðabækur og íðorðasöfn við nám sitt
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um málefni tækni og vísinda
- skilja inntak rökræðna og erinda um tækni og vísindi
- taka þátt í gagnrýnum rökræðum og umræðum um tækni og vísindi
- tjá sig á skipulagðan og gagnrýninn hátt um efni tengt tækni og vísindum
- nýta sér heimildir samkvæmt reglum um notkun heimilda
- nýta sér fagorðabækur og íðorðasöfn
- skrifa formlega ritgerð með inngangi með efnisyrðingu, meginmáli og lokaorðum eða vinna sambærilegt lokaverkefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is