DANS1GR05 - Aðfaranám í dönsku
Áfanginn er undanfari DANS2MM05 og er upprifjun á námsþáttum efstu bekkja grunnskóla. Áhersla er lögð á orðaforðatileinkun og beitingu orðaforða í munnlegri og skriflegri tjáningu. Lokamarkmið áfangans samsvarar þrepi B1 í matsramma European Language Portfolio.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- kjarnaorðaforða sem gerir honum kleift að bjarga sér við algengar aðstæður í dönsku málsamfélagi
- hvernig danska gagnast honum í daglegu lífi og námi
- danskri dægurmenningu og samskiptaháttum
- dönsku nútímasamfélagi og megingildum þess og sérkennum, einkum því sem er öðruvísi en á Íslandi
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja fyrirhafnarlítið þegar talað er beint við hann um málefni sem hann þekkir og hefur fengist við
- ná aðalatriðum í samtali tveggja þegar fjallað er um málefni daglegs lífs
- lesa stuttar greinar, blaðagreinar á léttu máli og léttar smásögur
- skilja megininntak lengri texta með því að geta sér til um merkingu orða út frá samhengi
- taka þátt í einföldum orðaskiptum við aðra
- tala dönsku með skiljanlegum framburði og áherslum
- skrifa einfalda texta í nútíð og þátíð
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja og geta nýtt sér hagnýtar upplýsingar sem heyrast við ákvæðnar aðstæður, t.d. á ferðalögum, og öðrum sem tengjast daglegu lífi
- skilja megininntak rauntexta sem fjalla um efni almenns eðlis
- lesa og skilja aðalatriði í smásögum ætluðum unglingum og halda þræði án þess að skilja hvert orð
- eiga í einföldum orðaskiptum við aðra og halda samræðum gangandi
- segja nokkuð lipurlega frá ýmsu sem hann hefur áhuga á, bæði munnlega og skriflega