NÆRI2NÆ05 - Næringarfræði

Almenn kynning á grundvallaratriðum næringarfræðinnar. Ráðleggingar Landslæknis um mataræði og næringarefni eru kynntar (manneldismarkmið og neysluviðmið, RDS). Skoðað er samband hreyfingar og orku. Fæðuflokkarnir eru skoðaðir. Nemendur læra að notfæra sér næringarefnatöflur og reikna út orkuþörf og næringarinnihald. Mismunandi mataræði eru borin saman við manneldismarkmið.

Þekkingarviðmið
N
emandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppsprettum matvæla; dýraríki, jurtaríki og unnin matvæli
  • helstu orkuefnum fæðunnar; fitu, prótein og kolvetni
  • samsetningu fitu, orkuinnihald, þríglýseríð, fríar fitusýrur, mettuð fita, einómettuð og fjölómettuð fita, nafnakerfið, ω fitusýrur og cis- og trans fita
  • fitusamsetningu mismunandi matvæla
  • samsetningu próteina, orkuinnihald, amínósýrur, amínósýruhlutfall og gæði próteina
  • próteininnihaldi og samsetningu mismunandi matvæla
  • samsetningu kolvetna; einsykrur, tvísykrur, fjölsykrur
  • kolvetnainnihaldi og samsetningu mismunandi matvæla
  • hlutverki bætiefna; vítamína og steinefna
  • vatns- og fituleysanlegum vítamínum
  • steinefnum og snefilsteinefnum, málmum og málmleysingjum
  • helstu áhrifum bætiefnaskorts á líkamsstarfsemi
  • algengum næringartengdum sjúkdómum
  • ráðleggingum Landlæknisembættis um næringu, Manneldismarkmið og ráðlagða dagskammta/neysluviðmiða
  • hvers vegna neyslukannanir eru lagðar fyrir
  • næringarefnatöflum og töflum um ráðlagða dagskammta
  • hlutverki fæðubótarefna
  • hugtakinu grunnefnaskipti
  • hugtakinu offita og helstu kenningar sem tengjast umræðunni um offitu
  • hefðbundnum og óhefðbundnum megrunaraðferðum
  • hugtökunum góð/vond blóðfita; HDH, LDH og VLDH
  • orku- og næringarþörf mismunandi hópa, eftir aldri, líkamsástandi og hreyfingu

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • geta flokkað gæði fitu eftir efnasamsetningu
  • geta flokkað gæði próteina eftir efnasamsetningu
  • geta flokkað kolvetni eftir efnasamsetningu; frúktósi, trefjaefni og önnur kolvetni
  • geta sett saman mataræði/matseðil samkvæmt opinberum ráðleggingum
  • geta fundið út næringargildi einstakra matartegunda
  • geta nýtt sér innihaldslýsingar á matvælaumbúðum
  • geta reiknað út næringargildi matvæla eftir næringartöflum
  • geta aðlagað orkuþörf einstaklinga að mismunandi orkunotkun
  • geta sett saman dagsmatseðil og metið eign neysluvenjur

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • beita hugtökum næringarfræðinnar
  • afla frekari þekkingar á sviði næringarfræðinnar
  • taka ábyrgð á eigin lífi með tilliti til næringarþarfa og heilbrigðis
  • taka þátt í umræðum um viðfangsefnin
  • meta samspil orkuþarfar og orkuneyslu og geta brugðist við ef þetta jafnvægi raskast
  • meta þörf fyrir neyslu fæðubótarefna s.s. vítamín D
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • tengja næringarfræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: Enginn