STÆR3VR05(ms) - Vektorar og rúmfræði í þremur vídum, ásamt viðbótaverkefnum

3-vídd rúmfræði- Evklíðsku rúmfræði í  þremur víddum. Vigurrúm. Vigurhugtakið í  þremur víddum er skilgreint og aðgerðir á vigrum í 3-vídd eru kynntar. Eigingildi vigra og tilsvarandi eiginvigrar. Línur og sléttur, innfeldi vigra, krossfeldi vigra. Fjarlægðar og hornamælingar.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vigurreikningi í 3-vídd, summu, mismun og innfeldi tveggja vigra, hallatölu og lengd vigurs, einingavigri, horni milli vigra, samsíða og hornréttum vigrum
  • krossfeldi vigra, reikningu krossfeldi vigra með notkun ákveðanna
  • 3-vídd rúmfræði- Evklíðsku rúmfræði í þremur víddum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja fram viðkomandi námsefni á stærðfræðilegan hátt og geti túlkað það sem felst í táknmálinu á mæltu máli
  • nota tvinntölur til að leysa jöfnur (veldi >3) yfir tvinntalnamengi
  • vinna með eiginleika tvinntalna á bæði rétthyrnd form og pólform
  • túlka rúmfræðileg tengsl milli rétthyrnd forms og pólforms tvinntalnanna
  • tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • röstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
  • vinna að fjölbreyttum stærðfræðilegum verkefnum
  • setja sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
  • skrá lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • greina og hagnýta upplýsingar á viðkomandi sviði stærðfræðinnar
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau
  • beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýna áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna og þrauta