Upplýsinga- og tæknimiðstöð MS, Viskusteinn, er staðsett á jarðhæð Aðalsteins, inn af aðalinngangi skólans. Í miðstöðinni er afar góð aðstaða er fyrir nemendur, hvort sem það er til að fletta upp í stórum bókakosti miðstöðvarinnar, nýta stafræn framleiðslutæki eða setjast niður á huggulegum stað og lesa eða finna ró og næði til þess að læra.
Á starfstíma skólans er upplýsingamiðstöðin opin sem alla daga vikunnar frá kl. 8 - 16. Hægt er að hafa samband við Viskustein á viskusteinn@msund.is.
Upplýsinga- og tæknimiðstöð MS þjónar nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Í miðstöðinni er efni sem tengist kennslu og annarri starfsemi í skólanum og tækjabúnaður til stafrænnar framleiðslu. Nemendur sem nýta stafræn framleiðslutæki þurfa að greiða efniskostnað. Það er stefna safnsins að gögn þess og búnaður nýtist sem best í skólastarfinu. Vandaður undirbúningur vegna verkefnavinnu og að nemendur gangi vel um safnið og búnað þess eru lykilatriði varðandi góða nýtingu safnkosts og búnaðar og góða þjónustu við nemendur.
Starfsfólk veitir alhliða bókasafns- , upplýsinga- og tækniþjónustu, svo sem aðstoð við heimildaleitir, ráðgjöf við frágang heimildaskráningar og aðstoð við notkun tæknibúnaðar. Nemendur eru hvattir til að koma að koma með hugmyndir um bókakaup eða senda tölvupóst á msund@msund.is
Jóhann
tölvuumsjónarmaður
tolvuumsjon@msund.is
Jóhann veitir aðstoð í upplýsinga- og tæknimiðstöð, s.s. varðandi Microsoft 365 og ýmislegt fleira.
Guðný Lilja
félagsmálastjóri
gudnyp@msund.is
Guðný Lilja félagsmálastjóri er til staðar í upplýsinga- og tæknimiðstöð fyrripart dags alla daga nema föstudaga. Hún getur aðstoðað við ýmislegt, s.s. heimildaleit og skráningu.
Sævar Helgi
stafræn framleiðsla
saevarv@msund.is
Sævar Helgi veitir aðstoð við stafræna framleiðslu. Hann er ekki með fasta viðveru í upplýsinga- og tæknimiðstöð en hægt er að senda honum tölvupóst og skipuleggja tíma fyrir aðstoð.