Fyrirtækjasmiðja að hefjast

Lokaverkefni nemenda á hagfræði- stærðfræðilínu felst í þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem haldin er á hverju vori. Verkefnið fer senn af stað vorið 2025 og á dögunum fengu nemendur kynningu í HR þar sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flutti ávarp og vinningslið fyrri ára sögðu frá sínum fyrirtækjum.

Fyrrum MS-ingarnir Magnús og Jón sögðu frá fyrirtækinu sínu, Haf vítamín, sem sigraði Fyrirtækjasmiðjuna 2022. Strákarnir sex sem stofnuðu Haf vítamín eru allir enn að vinna í fyrirtækinu og spennandi vöruþróun í gangi hjá þeim. Frábærar fyrirmyndir hér á ferð!