Langar þig að upplifa kósý jólastemningu?
Á fimmtudaginn þann 28. nóvember verða 26 dagar til jóla! Því ekki seinna vænna að komast í gott jólaskap, gæða sér á kakói, hlusta á jólatónlist, styrkja góðgerðamál, föndra, næla sér í jólafötin á fataskiptimarkaði og eiga góða samverustund með vinum!
Öllum nemendum og ungmennum á framhaldsskólaaldri er boðið að koma í Fjölbrautaskólann við Ármúla á milli 14-16 þann 28. nóvember og eiga frábæra stund á Litlu jólum framhaldsskólanna! Litlu jól framhaldsskólanna eru skipulögð af umhverfisnefndum MS, FÁ og Tækniskólans fyrir tilstilli styrkts úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík.
Hægt verður að koma ókeypis með Hopp hlaupahjóli á staðinn, en sérstakur lendingarpuntkur verður settur fyrir framan skólann.
Láttu sjá þig á litlu - en risastóru jólum framhaldsskólanna! 🙂
Nemendur sem mæta geta fengið skráð O í kennslustundum í samráði við sinn kennara til að mæta á viðburðinn.
Meira hér.