Gettu betur og Baulan

Í liði MS eru þau Oliwia Eva Salej, Matthilda Ósk Ólafsdóttir og Sigurjón Nói Ríkharðsson.
Í liði MS eru þau Oliwia Eva Salej, Matthilda Ósk Ólafsdóttir og Sigurjón Nói Ríkharðsson.

MS mætir MK í fyrstu umferð Gettu betur fimmtudaginn 9. janúar kl. 18. Keppnin er í beinni á RÚV.is en MS-ingar eru hvattir til að fjölmenna í Útvarpshúsið Efstaleiti og styðja sitt lið.

Seinna um kvöldið fer svo fram Baulan, söngvakeppni SMS. Baulan er haldin í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og hefst kl. 20.