MS-ingar unnu til verðlauna í Smáralind

Verðlaunahafar í Smáralind
Verðlaunahafar í Smáralind

Í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd. Þátttakendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun sem er hrint í framkvæmd ásamt því að taka þátt í vörusýningu í Smáralind. Fyrirtækið að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.

Um síðustu helgi fór vörusýningin fram í Smáralind þar sem fjölmörg fyrirtæki MS-inga kynntu vörur sínar. Í Smáralind voru að þessu sinni voru tvenn verðlaun í boði og gerðu MS-ingar sér litið fyrir og unnu þau bæði. Fyrirtækið Marin fékk verðlaun fyrir flottasta básinn og URRI fyrir besta markaðs-og sölustarfið!!