Takk fyrir komuna á opið hús!

Það var mikið líf og fjör í skólanum síðastliðinn miðvikudaginn þegar fjöldi fólks kíkti við í opið hús. Nemendur stóðu sig með miklum sóma við að kynna skólann sinn og baka vöfflur. Kennarar og starfsfólk stóð vaktina og kynnti námsframboð . Skólinn þakkar nemendum og starfsfólki fyrir liðleika og fagmennsku í tengslum við opna húsið og öllum gestum kærlega fyrir komuna.