Þrjú MS-fyrirtæki sem urðu til í Fyrirtækjasmiðjunni eru komin í 30 fyrirtækja úrslit af 130 fyrirtækjum sem tóku þátt í JA-keppni Ungra frumkvöðla 2024.
MS fyrirtækin eru:
Gadus: Hágæða íslenskt fæðubótarefni fyrir dýr unnið úr þorskhausum.
Frá vinstri: Mikael Trausti, Sigurbjörn, Oliver Einar, Jón, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Veronika Örk og Thelma Dís.
Glerdís: Stjörnumerkja glerlistaverk úr endurnýttu gleri og gefins römmum.
Frá vinstri: Ingunn Rán, Emilía Rún, Þórhildur Tinna, Guðmunda Marta, María Helga
Skalk: Náttúrulegt og lífrænt kalk gert úr eggjaskurn sem annars hefði verið hent.
Frá vinstri: Halldór Viðar, Anna María, Ísabella, Sylvía Eik, Óðinn og Hávar Darri
Næstu áskoranir hjá krökkunum eru dómaraviðtöl þann 1. maí og kynning á stóra sviði Arion banka þann 2. maí, þar sem úrslitin ráðast. Það eru því lærdómsríkir og spennandi dagar framundan hjá þessum glæsilegu MS-ingum! Við óskum krökkunum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram.