Fyrirtækjasmiðja

Nemendur í fyrirtækjasmiðju tóku þátt í Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralind síðustu helgi. Fyrirtækjasmiðjan er lokaáfangi í hagfræði og í ár voru stofnuð 13 MS fyrirtæki. Nemendur hafa staðið í ströngu við að koma vörum í framleiðslu síðustu vikur og mánuði og afraksturinn var til sýnis og sölu á Vörumessunni. Þar var margt um manninn og gestir og gangandi sýndu fyrirtækjunum mikinn áhuga. Þarna voru matvörur, handverk og hönnun þar sem hollusta, nýting og endurnýting hráefnis voru höfð að leiðarljósi.

Hópurinn tók yfir Instagram reikning skólans um helgina og sýndi frá Vörumessunni í story (sjá highlights).