Fréttir

MS-ingur hlaut styrk úr afreks- og hvatningasjóði HÍ

Fyrrum nemandi við MS, Lúcía Sóley Óskarsdóttir, hlaut í ár styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum. Við óskum Lúcíu Sóley innilega til hamingju!

Stundatöflur haustannar tilbúnar í Innu

Stundatöflur haustannar fyrir nemendur á stúdentsbrautum eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 26. ágúst.

Langar þig til Berlínar með skólanum á haustönn?

Nokkur pláss eru laus í valáfangann ÞÝSK2BE05 - á haustönn 2024. Nemendur sem hafa lokið ÞÝSK2MÁ05 geta sótt um að taka þátt í áfanganum. Í áfanganum kynnast nemendur ýmsu markverðu í sögu Berlínar og menningu Þýskalands. Lesa meira...

Hagnýtar upplýsingar við upphaf skólaársins

Það styttist í upphaf haustannar 2024 og starfsfólk MS hlakkar til að taka á móti nemendum. Hér eru helstu dagsetningar við upphaf skólaársins: Lesa meira...

Örfá laus pláss fyrir nemendur á 2. ári

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í Menntaskólanum við Sund á haustönn 2024. Aðeins verður tekið inn í örfá laus pláss á 2. námsári. Skólinn áskilur sér rétt til að velja úr umsóknum miðað við rými á námslínum og hvernig námsferlar umsækjenda passa inn í laus pláss í skólanum. Athugið að engir nýnemar (f. 2008) verða teknir inn þar sem fullt er á fyrsta námsár.

Norsku- og sænskukennsla fyrir framhaldsskólanemendur

Norsku- og sænskukennsla fyrir framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í byrjun annar er stundatafla áfanganna auglýst á heimasíðu MH, inni á síðum fyrir norsku og sænsku. Þar má finna allar upplýsingar um kennsluna en áfangalýsingar eru sýnilegar á heimasíðu MH. Hægt er að velja norsku eða sænsku í stað dönsku sem Norðurlandamál í framhaldsskóla ef nemandi kann norsku eða sænsku, þ.e. ef nemandi hefur lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli á Íslandi eða lokið grunnskóla annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er boðið upp á norsku- eða sænskukennslu fyrir byrjendur.

Bílastæði í MS

Skólastarf á haustönn 2024 hefst mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Þeir aðilar sem geymt hafa ferðavagna sína á skólalóðinni í sumar eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá fyrir sunnudaginn 25. ágúst.

Sumarlokun skrifstofu

Skólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 25. júní til og með 6. ágúst. Við opnum aftur miðvikudaginn 7. ágúst kl. 10. Njótið sumarfrísins!

Viðurkenning fyrir frábæran árangur í frönsku á stúdentsprófi

Tveir nýstúdentar á vorönn, þær Embla Karen Bergmann Jónsdóttir og Sylvía Eik Sigtryggsdóttir, fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í frönsku og heimboð frá franska sendiráðherranum á dögunum. Móttakan fór fram í húsakynnum Alliance Française og afhenti Patrick Le Ménès, sendiráðunautur, nýstúdentunum viðurkenningu og bók að gjöf. Óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum franska sendiráðuneytinu fyrir boðið.

Langar þig í MS?

Opið er fyrir umsóknir nýnema til og með 7. júní. Á kynningarsíðunni okkar geta umsækjendur kynnt sér námið og félagslífið í MS og svo bendum við líka á Instagram síðu skólans. Sótt er um í gegnum Menntagátt.