MS-ingur hlaut styrk úr afreks- og hvatningasjóði HÍ

Meðfylgjandi er mynd af Lúcíu með Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ.
Meðfylgjandi er mynd af Lúcíu með Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ.

Fyrrum nemandi við MS, Lúcía Sóley Óskarsdóttir, hlaut í ár styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.

Við óskum Lúcíu Sóley innilega til hamingju!

Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafana eru á vef Háskóla Íslands.