Fréttir

Brautskráning stúdenta 1. júní 2024

Í dag brautskráðust 192 stúdentar frá Menntaskólanum við Sund við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Þau bættust í hóp stúdenta sem hafa brautskráðst frá skólanum en útskrifaðir nemendur eru orðnir 9527 eftir athöfnina í dag. Nemendur brautskráðust af fjórum námslínum; félagsfræði- og sögulínu, hagfræði- og stærðfræðilínu, líffræði- og efnafræðilínu og eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Lesa meira...

Námsmatssýning á vorönn 2024

Námsmatssýning vorannar verður haldin fimmtudaginn 30. maí. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annarsvegar í skólanum og hinsvegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel. Lesa meira...

Matsdagar við lok vorannar

Hér má sjá dagskrá matsdaga mánudaginn 27. maí og þriðjudaginn 28. maí. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf / verkefni á réttum stað og stund.

Heimildamynd nemenda í kvikmyndagerð um Grease

Í apríl síðastliðinn setti leikfélagið Thalía upp frábæra sýningu á söngleiknum Grease sem sló heldur betur í gegn. Samhliða þessu tóku nemendur í kvikmyndagerð upp heimildamynd um uppfærsluna bakvið tjöldin undir leiðsögn Einars Rafns Þórhallssonar raftónlistar- og kvikmyndagerðarkennara. Lesa meira...

Stjórnarskipti SMS

Ný stjórn SMS tók til starfa eftir páskafrí. Stjórnin tók við góðu búi af fyrri stjórn og hefur undanfarið skipulagt Landó vikuna sem nú stendur yfir með ýmsum uppákomum. Ný stjórn kemur inn af fullum krafti og vinnur ötullega að skipulagi félagslífsins og nýtur til þess leiðsagnar félagsmálastjóra. Lesa meira...

Skalk og Gadus hlutu verðlaun á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla

Það var heldur betur frábær uppskera hjá okkar fólki á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla í Arion banka þann 2. maí. Lesa meira…

Þrjú MS-fyrirtæki í úrslit í JA-keppni Ungra frumkvöðla 2024

Þrjú MS-fyrirtæki sem urðu til í Fyrirtækjasmiðjunni eru komin í 30 fyrirtækja úrslit af 130 fyrirtækjum sem tóku þátt í JA-keppni Ungra frumkvöðla 2024. Fyrirtækin eru Gadus, Glerdís og Skalk. Lesa meira...

Sumardagurinn fyrsti og matsdagur

Við fögnum sumarkomunni fimmtudaginn 25. apríl og þá er skólin lokaður. Föstudaginn 26. apríl er matsdagur og þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu en nemendur gætu þurft að mæta í verkefni eða próf. Lesa meira...

Umhverfisvika í MS og Nordplus heimsókn

Í liðinni viku fór fram umhverfisvika í MS sem var skipulögð af umhverfisnefnd skólans. Í umhverfisnefnd eru nemendur í grænfánaáfanga sem Katrín Magnúsdóttir umhverfisfræðikennari við skólann hefur umsjón með. Lesa meira...

Frumsýning á Grease í Gamla bíó í kvöld

Leikfélagið Thalía hefur staðið í ströngu við undirbúning og æfingar á söngleiknum Grease síðustu vikur og mánuði þar sem fjöldinn allur af nemendum MS stígur á svið eða vinnur hörðum höndum bakvið tjöldin. Vel heppnuð forsýning fór fram í gær fyrir fullum sal. Frumsýning er í kvöld, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00 í Gamla bíó. Lesa meira...