Fréttir

Fyrirtækjasmiðja

Nemendur í fyrirtækjasmiðju tóku þátt í Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralind síðustu helgi. Fyrirtækjasmiðjan er lokaáfangi í hagfræði og í ár voru stofnuð 13 MS fyrirtæki. Nemendur hafa staðið í ströngu við að koma vörum í framleiðslu síðustu vikur og mánuði og afraksturinn var til sýnis og sölu á Vörumessunni. Lesa meira...

Kynning fyrir nemendur í 10. bekk

Boðið verður upp á kynningu á námsframboði, skólastarfinu og félagslífinu fyrir nemendur í 10. bekk þriðjudaginn 16. apríl kl. 15-16. Lesa meira...

Frábær mæting á aðalfund foreldraráðs

Aðalfundur foreldraráðs MS fór fram í gærkvöldi, mánudaginn 8. apríl. Á fundinum hélt Anna Steinsen frá Kvan erindi fyrir foreldra um sterka sjálfsmynd, jákvæð samskipti foreldra og ungmenna og hvernig foreldrar geta stutt ungmennin áfram inn í fullorðinsárin. Einnig hélt Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur, stutt erindi um hamingju ungs fólks. Lesa meira...

Matsdagar og páskaleyfi

Matsdagar verða föstudaginn 22. mars og miðvikudaginn 3. apríl. Dagskrá matsdaga má sjá á meðfylgjandi mynd og nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að mæta í sín verkefni / próf á réttum stað og stund. Páskaleyfi verður í MS frá 23. mars til og með 2. apríl. Skrifstofa skólans opnar aftur kl. 8:00 miðvikudaginn 3. apríl.

Opið hús í MS 13. mars kl. 16-18

Opið hús verður í Menntaskólanum við Sund miðvikudaginn 13. mars kl. 16-18. Þar hefst nemendum í 10. bekk og aðstandendum þeirra tækifæri til að skoða skólann og fá kynningu á náminu og félagslífinu. Öll hjartanlega velkomin!

MS sigraði MR í Morfís

MS sigraði MR í 8 liða úrslitum Morfís á dögunum og mætir næst Flensborg á heimavelli mánudaginn 18. mars í undanúrslitum. Lesa meira...

Niðurstöður sýnatöku í húsnæði MS

Á milli jóla og nýárs fóru fram rannsóknir á húsnæði skólans og hafa gögnin nú verið tekin saman af verkfræðistofunni VERKÍS. DNA próf voru tekin af ryksýnum í húsnæði skólans og niðurstöður sýna að aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna rakaskemmda hafa skilað árangri og dregið mjög úr umferð myglugróa.

Brautskráning vetrarannar 2. mars 2024

Brautskráning vetrarannar fór fram við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum við Sund laugardaginn 2. mars. Að þessu sinni útskrifuðust 13 nemendur af fjórum námslínum. Veðrið lék við nýstúdenta og vorilmur í lofti, dásamlegur dagur til að útskrifast, og húsbandið okkar, þau Ísold Wilberg og Jón Ingimundarson, fluttu ljúfa tóna um vorið sem kemur og heiminn sem hlýnar. Lesa meira...

Kennsla fellur niður föstudaginn 1. mars vegna starfsþróunardags framhaldsskólanna

Kennsla fellur niður í skólanum föstudaginn 1. mars vegna Starfsþróunardags framhaldsskólanna þar sem starfsfólk MS hittir starfsfólk annarra framhaldsskóla og lærir hvert af öðru. Nemendur eru því í fríi þennan dag.

Opið fyrir töflubreytingar á vorönn

Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í Innu á vorönn. Opnað hefur verið fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og er opið fyrir þær til kl. 14:00 mánudaginn 26. febrúar. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. febrúar. Lesa meira...