MS komst áfram í Gettu betur
11.01.2024
MS sigraði lið Tækniskólans í 1. umferð Gettu betur í gær eftir æsispennandi keppni. Lokatölur voru 26-21, MS í vil. Næst keppir MS við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstudaginn 19. janúar. Til hamingju með frábæran árangur, Darri Þór, Sigurjón Nói og Emma Elísa!