Nokkur pláss eru laus í valáfangann ÞÝSK2BE05 - á haustönn 2024. Nemendur sem hafa lokið ÞÝSK2MÁ05 geta sótt um að taka þátt í áfanganum.
Í áfanganum kynnast nemendur ýmsu markverðu í sögu Berlínar og menningu Þýskalands. Farið verður til Berlínar föstudaginn 25. október til mánudagsins 28. október (4 dagar og 3 nætur).*
Á dagskrá er m.a. heimsókn í þinghúsið, á DDR safnið og leiðsögn um hina fallegu miðborg Berlínar svo eitthvað sé nefnt.
Verð á mann: 111.900 + menningargjald (lestarkort, leiðsögn og safn) = 12.400 kr
Í fargjaldi er innifalin ein innrituð taska, allt að 23 kílóum og handfarangur allt að 10 kílóum.
Áfanginn byggir á góðri þátttöku og ástundun, verkefni eru fjölbreytt ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Solveig Þórðardóttir mun kenna áfangann.
*Ferðin er alfarið á kostnað nemenda og á meðan á henni stendur gilda allar skólareglur.
Nemendur sem hafa áhuga á að skrá sig eða vita meira eru beðnir um að svara þessari könnun.