Árshátíðardagur nemenda og hraðtafla

Nemendur halda árshátíð fimmtudaginn 6. mars í Gullhömrum. Í tilefni árshátíðar verður skóladagurinn styttur með svokallaðri hraðtöflu þar sem hver stokkur styttist og verður 1 klukkustund:

  • Morgunstokkur (tímar kl. 8:30-10:30) verður kenndur kl. 8:30-9:30
  • Miðstokkur (tímar kl. 10:45-12:05) verður kenndur kl. 9:40-10:40
  • Eftir hádegisstokkur (tímar kl. 13-15) verður kenndur kl. 10:50-11:50
  • Nemendur sem eiga að vera í tímum í hádeginu og kl. 15:10 þurfa að finna sinn kennara í íþróttasalnum í hádeginu til að mætingu!

Tímar fara fram í sömu stofum og stundatafla segir til um. Nemendur fá skráða mætingu fyrir 2-3 kennslustundir eins og venjulega. Það þýðir að nemendur sem ekki mæta þennan dag fá fullar fjarvistir! Nemendur sem eru ekki í tímum í morgunstokki þurfa að vera vakandi yfir því að upphaf skóladagsins breytist hjá þeim!

Allir nemendur skólans sameinast í íþróttasalnum kl. 11:50-13:00 þar sem verður fjör og húllumhæ í tilefni árshátíðar, skemmtun, leikir, óvæntur gestur og fleira.

Kennsla hefst föstudaginn 7. mars hefst kl. 9:10.