MS í undanúrslit í Morfís!

MS-ingar höfðu betur gegn Flensborg í Morfís þann 12. mars og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum. Þess má geta að Flensborg eru sigurvegarar síðasta árs í Morfís. MS-ingar áttu einnig ræðumann kvöldsins, Vigdísi Elísabetu. Til hamingju með frábæran árangur!