Fréttir

Innritun eldri nemenda á haustönn 2023 lokið

Innritun eldri nemenda á haustönn 2023 er nú lokið. Tekið var inn eftir loknum einingafjölda umsækjenda og plássi á brautum og námslínum, að því gefnu að einingar pössuðu inn á námsbrautir skólans. Allar umsóknir hafa verið afgreiddar í Innu/Menntagátt og sjá umsækjendur stöðu umsókna þar. Ef færi gefst verður opnað aftur fyrir umsóknir á haustönn í ágúst og verður það þá auglýst þegar nær dregur.

Sumarlokun skrifstofu skólans 2023

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 28. júní til og með 8. ágúst 2023. Skrifstofan opnar aftur klukkan 10:00 miðvikudaginn 9. ágúst 2023.

Brautskráning frá MS 3. júní 2023

Í dag brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund 188 nemendur og bættust í hóp stúdenta sem hafa brautskráðst frá skólanum en þeir eru orðnir 8239 eftir athöfnina í dag. Þrátt fyrir að sólin hafi ekki verið fyrirferðarmikil var dagurinn bjartur og hlýr og gaf góð fyrirheit um sumarið sem framundan er.

Brautskráning stúdenta á vorönn 2023

Brautskráning stúdenta á vorönn 2023 fer fram í Háskólabíó laugardaginn 3. júní og hefst athöfnin kl. 10:45. Stúdentsefni eiga að vera mætt kl. 9:45. Hver nýstúdent getur boðið með sér 5-6 gestum. Opnað verður inn í sal Háskólabíós fyrir gesti kl. 10:15.

Námsmatssýning fimmtudaginn 1. júní 2023

Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annarsvegar í skólanum og hinsvegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.

Matsdagar í maí 2023

Hér er dagskrá matsdaga í maí 2023:

Sprotasjóður

Kennt verður áfram í MS

Tilkynning vegna umræðu um eflingu framhaldsskóla

Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund