Fimmta græna skrefið er komið í hús í MS

Það var góð stund í MS í dag þegar við fengum viðurkenningu frá Sigrúnu Ágústdóttur forstjóra Umhverfisstofnunar fyrir að hafa lokið fimmta og síðasta skrefinu í verkefninu "Græn skref í  ríkisrekstri. Þessi viðurkenning er okkur mikilvæg varða á vandrataðri leið að sjálfbærni og kolefnishlutleysi. Hlutverk skóla í baráttunni fyrir viðhorfsbreytingu í umhverfis- og loftslagsmálum er og á að vera veigamikið. Við í MS erum afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá Ásdísi Nínu Magnúsdóttur sérfræðingi Umhverfisstofnunar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Lesa má nánar um stefnu og aðgerðir skólans í umhverfis- og loftslagsmálum hér á vef skólans Umhverfis- og loftslagsmál í MS

Ljósmyndir: Hafsteinn Óskarsson