Umhverfisstefna

Það er stefna skólans að vera leiðandi þegar kemur að vistvænum lífsstíl og fræðslu um þau mál. Það er stefna skólans að stuðla að vistvænum lífsmáta nemenda sem og starfsfólks. Þetta er gert með öflugri fræðslu fyrir alla, með því að sýna gott fordæmi þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl, orkunotkun, úrgangslosun, endurvinnslu og aðgerðum til að minnka kolefnisspor okkar. 

Menntaskólinn við Sund reynir þannig að vera umhverfisvænn skóli.  Allt rusl er flokkað og leitast er við að hækka hlutfall þess sem fer í endurvinnslu auk þess sem lögð er áhersla á að draga úr efnis- og orkunotkun. Skólinn færir grænt bókhald og fylgir stefnu um græn skref í ríkisrekstri. 

Umhverfisfræði er skyldugrein við skólann hjá öllum nemendum hans og mikilvægi þess að ganga vel um og virða umhverfið er dregið fram í fjölmörgum áföngum auk þess sem áhersla er á vistvænan ferðamáta og bæði nemendur og starfsmenn eru hvattir til þess að nýta sér þannig ferðamáta.

Þá eru allar skipulagðar námsferðir nemenda og ferðir starfsfólks vegna endur- og símenntunar á fundi og ráðstefnur hérlendis sem erlendis kolefnisjafnaðar. 

Úrgangur er ekki rusl nema óflokkað sé Síðast uppfært: 22.11.2018