Vísindaráðstefna líffræðinema

Fimmtudaginn 10. febrúar sl. fór fram áhugaverð vísindaráðstefna í MS. Þar stigu á stokk nemar í lokaáfanga á náttúrufræðibraut – líffræði- og efnafræðilínu og kynntu lokaverkefni sín. Er óhætt að segja að nemendur hafi víða komið við í rannsóknum sínum en þeir skoðuðu til dæmis áhrif koffíns og skjábirtu, aukaverkanir getnaðarvarna, kynjamun á ótta og langtímaáhrif COVID-19.

Hér má sjá sýnishorn af veggspjöldum sem voru liður í lokaverkefnunum: