Valdagurinn 24. október

Í dag er fyrsti valdagur skólaársins.  Nemendur á fyrsta ári eiga að skila inn valblaði þar sem þeir velja sér námslínu. Nemendur á félagsfræðabraut velja á milli þess að taka dýpkun í hagfræði-stærðfræði annarsvegar eða félagsfræði-sögu hinsvegar.  Nemendur á náttúrufræðibraut velja á milli þess að fara á eðlisfræði-stærðfræðilínu eða líffræði-efnafræðilínu.

Nemendur á þriðja ári sem hyggjast útskrifast í vor þurfa að skila inn umsókn um útskrift.  Aðeins þeir nemendur sem eiga að hámarki eftir 10 áfanga við upphaf vetrarannar og tvö íþróttaáfanga eiga kost á útskrift.