Valdagur 19. janúar - listgreinar

Í dag er valdagur fyrir listgreinar en í  janúar á hverju skólaári eiga nýnemar að velja sér listgrein. Listgreinarnar sem völ er á innan skólans eru raftónlist, kvikmyndagerð, fatahönnun, myndlist og leirmótun.

Við útgáfu nýrrar námskrár MS eftir styttingu framhaldsskólans var ákveðið að skapandi greinar yrðu hluti af almennum kjarna.  Í því felst að allir nemendur verða að taka einn áfanga í einhverri listgrein. Áhugasamir geta svo tekið allt að sex listgreinaáfanga til viðbótar og nýtt þá sem áfanga í annarri sérhæfingu og frjálsu vali.  

Nemendur í raftónlist spreyttu sig á jólalögum í desember og má heyra afraksturinn hér: