Útskriftarárgangur 1976 færir skólanum Ugga eftir Þórdísi Zoega

Í gær komu fulltrúar útskriftarárgangsins 1976 og færðu skólanum stólinn Ugga eftir Þórdísi Zoega (reyndar tvö stykki) í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá útskrift frá skólanum. Þessi hópur hefur í gegnum árin verið alveg sérlega duglegur að færa skólanum listaverk eftir einhverja úr árgangnum og stóllinn Uggi er alveg frábært dæmi um hönnun sem er í senn verulega flott en einnig gott dæmi um  hönnun þar sem saman fer fegurð og notagildi. Stólunum og borði á milli þeirra hefur verið fundinn staður á bókasafni skólans. Skólinn þakkar kærlega fyrir glæsilega gjöf og alla þá velvild sem útskriftarárgangur 1976 hefur sýnt skólanum í gegnum tíðina. 

Uggi og Þórdís ZoegaHópurinn sem færði skólanum Ugga að gjöf