Nú líður senn að upphafi skólaársins í MS.
Móttaka nýnema á 1. ári verður miðvikudaginn 24. ágúst.
- Nemendur á starfsbraut mæta kl. 8:30.
- Nemendur á náttúrufræðibraut mæta kl. 9:00.
- Nemendur á félagsfræðabraut mæta kl. 9:00.
Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti til nýnema og forsjárfólks.
Kennsla á náttúrufræða- og félagsfræðabrautum hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 25. ágúst og birtast stundatöflur fyrir þessar námsbrautir í Innu mánudaginn 22. ágúst.
Kennsla samkvæmt stundaskrá á starfsbraut hefst mánudaginn 29. ágúst en nánar verður upplýst um upphaf skólastarfs á starfsbraut í viðtölum sem hafa verið boðuð þann 19. ágúst.
Inna er námskerfi skólans og er hún aðgengileg nemendum og forsjárfólki nemenda yngri en 18 ára með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Því er nauðsynlegt að nemendur hafi slíkan aðgang strax við upphaf skólaársins.
Námsgagnalistar eru aðgengilegir hér.
Kynningafundur fyrir forsjárfólk nýnema verður miðvikudaginn 7. september kl. 20:00, nánari upplýsingar síðar.
Við minnum á skóladagatalið með öllum helstu dagsetningum og skipulagi skólaársins.
Við hlökkum til samstarfsins í vetur.