Upphaf vetrarannar 2017-18

Vetrarönn þessa skólaárs hefst næstkomandi mánudag 13. nóvember kl. 10:00.   Þá hitta allir nemendur í þriggja anna kerfinu umsjónarkennara sína.  Umsjónarfundur stendur frá kl. 10:00-12:00 og er skyldumæting á fundinn.  Meðfylgjandi skjal sýnir staðsetningu fundanna.
Umsjónafundir vetrarönn 2017-18 stofur.pdf

Á umsjónarfundinum fá nýnemar fræðslu um notkun námsnetsins, nemendur á öðru ári fá fræðslu um meðferð og skráningu heimilda og nemendur á þriðja ári fara aftur yfir námsferilinn sinn í ljósi væntanlegrar útskriftar í vor eða næsta haust.

Almennt verður ekki orðið við óskum um töflubreytingar nema þær séu nauðsynlegar fyrir námsframvindu. Aðeins  verður tekið  við óskum um töflubreytingar á mánudag.

Bókalistinn er á heimasíðu skólans og geta nemendur notað eftirmiðdag mánudags til að útvega sér námsbækur.

Nemendur á fjórða ári, í bekkjarkerfinu, mæta samkvæmt stundaskrá til kennslu á mánudag.