Umsjónarfundir fyrir nemendur á 1. og 2. námsári

Umsjónarfundir fyrir nemendur á 1. og 2. námsári verða fimmtudaginn 4. apríl frá kl. 12.30 – 13:00. Stofutafla fyrir umsjónarfundi verður birt á skjákerfi skólans en jafnframt sjá nemendur hjá hvaða umsjónarkennara þeir eru og í hvaða stofu í stundatöflunni í INNU.  

Á fundinum verður farið yfir valblaðið sem nemendur eiga að skila og valmöguleikarnir útskýrðir. Allir nýnemar velja aðra sérhæfingu og framhaldsáfanga í íslensku en nemendur á félagsfræðabraut velja þar að auki framhaldsáfanga í félagsfræði og sögu.

Nemendur á öðru ári velja þá áfanga sem vantar upp á til að ljúka stúdentsprófi.

Mikilvægt er að mæta á umsjónarfundinn til þess að geta fyllt út valblaðið sem á að skila á skrifstofu skólans eigi síðar en á valdegi þann 9. apríl. Nemendur sem eru undir 18 ára aldri þurfa undirskrift forráðamanna á valblaðið.

Hér má sjá kynningarmyndbönd fyrir valdaginn.