Umhverfisvikan 26. -30. apríl

Vikan 26. -30. apríl verður helguð umhverfinu og sjálfbærni.  Nemendur munu taka þátt í umhverfistengdum verkefnum í flestum fögum. Mismunandi þemu verða í gangi út vikuna en þau eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, neysla og sóun, orka og samgöngur og lífsgæði og jöfnuður. Nemendur í umhverfisfræði eru að vinna verkefni sem tengjast þemunum og verða þau aðgengileg frá næstu viku á heimasíðu umhverfisvikunnar.

Í gær sumardaginn fyrsta var Dagur jarðar en hann er haldinn hátíðlegur 22. apríl ár hvert. Dagur jarðar er dagur sem er helgaður fræðslu um umhverfismál og árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að alþjóðlegum degi móður jarðar. Á morgun laugardaginn 24. apríl er  stóri plokkdagurinn og hvetjum við alla til að fara út að plokka.  Á sunnudaginn, 25. apríl, er Dagur umhverfisins. Það er því ekki úr vegi að huga að sérstaklega að umhverfinu þessa daga og áfram út næstu viku.