Tilveran í augum skáldsins

Það er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni er gaman að skella hér fram einu ljóði úr bókinni Borgarlínur eftir þingmann VG, Ara Trausta Guðmundsson , fyrrum kennara hér við MS.

Úr ljóðabókinni Borgarlínur:

Gengið til góðs

Á meðan sú aldraða í gula húsinu

er fangelsuð fyrir að draga í efa
sigurgönguna
rölta þúsundir

um aðalstræti borgarinnar
undir marglitum götuljósum
með barnavagna á undan sér
bleikan ís í hendi.