Þýskusamkeppni framhaldsskólanna og verðlaunaafhending

Hildur Lilja Ágústsdóttir tók nýverið þátt í þýskusamkeppni framhaldsskólanna, Þýskuþrautinni, og hreppti þar 9. sætið. Við óskum Hildi Lilju innilega til hamingju með frábæran árangur.  Alls tóku rúmlega 80 nemendur víðsvegar af landinu þátt í þrautinni og hljóta efstu 15 bókarverðlaun frá þýska sendiráðinu.  Þriðjudaginn 25. maí var þessum hópi boðið í þýska sendiráðið í verðlaunaafhendingu.

Vinningshópurinn í sendiráðsgarðinum


Dietrich Becker sendiherra afhendir Hildi Lilju bókaverðlaun



Hildur Lilja tekur á móti viðurkenningarskjali frá Félagi þýskukennara og rós frá þýskukennurum MS